Traustur rekstur Norðurþings

Þrátt fyrir efnahagshrun þá er rekstur Norðurþings í meginatriðum traustur. Þannig er rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 60 milljónir fyrir

Traustur rekstur Norðurþings
Aðsent efni - - Lestrar 446

Jón Helgi Björnsson.
Jón Helgi Björnsson.

Þrátt fyrir efnahagshrun þá er rekstur Norðurþings í meginatriðum traustur. Þannig er rekstrarniðurstaða A hluta er jákvæð um 60 milljónir fyrir afskriftir.  En til A - hluta telst starfsemi svo sem skólar og félagsþjónusta sem að hluta eða öllu leiti er fjármögnuð með skatttekjum. Er þetta 120 milljónum betri rekstrarárangur heldur en áætlanir gerðu ráð fyrir.

 

Þetta hefur ekki gerst af sjálfum sér heldur er þessi árangur að stórum hluta afrakstur miklar vinnu stjórnenda og starfsfólks Norðurþings. Við áætlunargerð þá eru hverju sviði lagðar fjárhagslegar línur og eftir efnahagshrunið í október 2008 hefur verulega verið þrengt að fjárhag helstu stofnanna okkar. Þessum erfiðu verkefnum hafa starfsfólk og stjórnendur skilað með með sóma, viðhaldið góðri þjónustu en jafnframt sparað verulegar upphæðir sem skilað hefur sér í traustum rekstri. Það verður bara að segjast eins og er að starfsmenn okkar eiga hrós skilið fyrir það hvernig til hefur tekist.

Rekstrarvandamál okkar liggja í B-hlutanum

Til B - hluta teljast fjárhagslega sjálfstæðar rekstrareiningar sem að hluta eða öllu leyti eru í eigu sveitarfélagsins en fjármagnaður með þjónustutekjum. Rekstrareiningarnar sem um ræðir eru: Félagslegar íbúðir, Fráveita Norðurþings, Vatnsveita Norðurþings, Hafnarsjóður Norðurþings, Orkuveita Húsavíkur ehf., Sorpsamlag Þingeyinga ehf., og Fjárfestingafélag Norðurþings ehf. Rekstur þessara eininga var einnig verulega betri en áætlanir gerðu ráð fyrir en þær eru þó ekki vandræða lausar.

Vel hefur gengið á kjörtímabilinu að selja íbúðir úr félagslega kerfinu og minnka þannig kostnað sveitarfélagsins af því. Sala heillar blokkar á Raufarhöfn létti þannig verulega á rekstri kerfisins. Rekstur hafna er þungur og er megin vandamálið einfaldlega litlir vöruflutningar um þær. Uppbygging stóriðju á Bakka myndi gjörbreyta rekstri hafna til hins betra og er kannski eina leiðinn til að snúa rekstri þeirra við. Þá vorum við í upphafi kjörtímabilsins í bullandi bæði tæknilegum og rekstrarlegum erfiðleikum með Sorpsamlagið. Við höfum nú náð tæknilegum tökum á rekstrinum en eftir stendur að þótt aðferðin við eyðingu sorps með brennslu sé umhverfisvæn þá er það dýrt úrræði. Þetta úrræði mun kosta okkur fjármuni á næstu árum. Megin tækifærið til að snúa rekstri B-hlutans liggur þó í Orkuveitu Húsavíkur en með sölu rafdreifingarinnar og eignarhluta okkar í Þeistareykjum munum við standa uppi með skuldlaust félag sem hefur verulega arðsaman rekstur.

Efnahagur Norðurþings er í raun traustur

Í fáum orðum þá eru skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins 6,1 milljarður þar af eru svokallaðar lífeyrissjóðsskuldbindingar 1,1 milljarður og eigið fé 287 milljónir. Þessi staða er uppi þrátt fyrir að við lögðum í 200 m.kr. króna auka afskrift vegna virðisrýrnunar Orkustöðvar Orkuveitu Húsavíkur.

Efnahagsleg staða Norðurþings í raun mun sterkari ef við tökum tillit til dulina eignar í Þeistareykjum og í fasteignum sveitarfélagsins. Söluverð á hlut okkar í Þeistareykjum er 2 milljarðar miðað við það verð sem Norðurorka fékk fyrir sinn hlut. Sami hlutur er bókfærður á 271 milljónir í bókum Orkuveitu Húsavíkur. Með sölu hlutar okkar í Þeistareykjum, aðgerð sem á einhverjum tímapunkti er nauðsynleg,  munu skuldir sveitarfélagsins lækka úr 6,1 í 4,1 milljarð og eigið fé fara í 2 milljarða. Af þessum 4, 1 miljarði sem eftir standa eru einungis 3,1 sem greiða þarf vexti af. Að auki ættum við veitustarfsemi Orkuveitu Húsavíkur skuldlausa, einingu sem er verulega arðsöm. Sveitarfélagið Norðurþing er því efnahagslega sterkt.

Að lokum

Verði staðið vörð um aga í rekstri sveitarfélagsins áfram þá verður Norðurþing sveitarfélag sem efnahagslega er fullfært um að veita íbúunum góða og öfluga þjónustu íbúum sveitarfélagsins til hagsældar. Þá vegferð vilja fulltrúar D-listans leiða.

Jón Helgi Björnsson skipar 1. sæti á D-lista

Fleiri skrif eftir Jón Helg má finna á slóðinni http://dondi.blog.is/blog/dondi/

 

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744