Toyota Akureyri og TM styrkja Hafdísi fram yfir Ríó 2016Fréttatilkynning - - Lestrar 351
Toyota Akureyri og Tryggingamiđstöđin hafa sameinast um ađ styrkja frjálsíţróttakonuna Hafdísi Sigurđardóttur fram yfir Ólympíuleikana í Ríó í Brasilíu sumariđ 2016.
Toyota Akureyri leggur Hafdísi til nýja og glćsilega Toyota Yaris Hybrid bifreiđ endurgjaldslaust, sem TM tryggir á ţessu tímabili, Hafdísi ađ kostnađarlausu.
Hafdís er ein fremsta frjálsíţróttakona landsins, margfaldur Íslandsmeistari í hlaupagreinum og langstökki og ţá hefur hún veriđ valin Íţróttamađur Akureyrar síđastliđin tvö ár. Hafdís hefur enn ekki náđ lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Ríó en hún ćtlar sér ađ ná lágmarkinu í langstökki á ţeim tíma sem framundan er. Hafdís á Íslandsmetiđ í langstökki, bćđi innanhúss og utan, 6,47 m innanhúss og 6,41 m utanhúss.
Ólympíulágmarkiđ í langstökki kvenna er 6,70 m og besti árangur Hafdísar í greininni, sem hún náđi á síđasta ári, er 6,72 m. Ţá var međvindur ađeins of mikill, ţannig ađ sá árangur hennar fékkst ekki stađfestur sem Íslandsmet. Hann dugđi Hafdísi hins vegar til ţess ađ komast á Evrópumótiđ utanhúss í Zurich í Sviss, í ágúst í fyrra, ţar sem hún hafnađi í 16. sćti. Hafdís keppti einnig í langstökki á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íţróttum innanhúss í Prag í Tékklandi í síđasta mánuđi, ţar sem hún hafnađi í 12. sćti.
Haukur Ármannsson framkvćmdastjóri Toyota Akureyri, segir ađ fyrirtćkiđ vilji međ ţessum stuđningi auđvelda Hafdísi ađ ná markmiđi sínu. „Ţar sem Hafdís stefnir ađ ţví ađ keppa í Ríó 2016 viljum viđ gera allt sem viđ getum til ţess ađ ađstođa hana, ţannig ađ hún geti sinnt sínum ćfingum vel og án ţess ađ hafa áhyggjur af bílamálum,“ segir Haukur.
Kristján Kristjánsson svćđisstjóri TM á Norđurlandi, tekur undir međ Hauki, enda sé Hafdís glćsileg fyrirmynd og verđugur fulltrúi Íslands á Ólympíuleikunum á nćsta ári.
Hafdís hefur jafnframt veriđ valin í landsliđshópinn sem tekur ţátt í Smáţjóđaleikunum í Reykjavík í sumar, ţar sem UFA á samtals 9 keppendur. Hafdís var valin til keppni í 100 og 200 m hlaupi, ţrístökki og langstökki og í 4x100 m og 4x400 m bođhlaupi.
Hafdís Sigurđardóttir viđ nýja bílinn, ásamt Hauki Ármannssyni, framkvćmdastjóra Toyota Akureyri t.h. og Kristjáni Kristjánssyni, svćđisstjóra TM á Norđurlandi.