Tómas með gullverðlaun í bogfimi á RIG

Tómas Gunnarsson úr Eflingu vann um helgina bog­fi­mikeppni WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games með sveigboga af 18 metra færi.

Tómas með gullverðlaun í bogfimi á RIG
Íþróttir - - Lestrar 391

Tómas er fyrir miðju. Lj. Guðný Grímsdóttir.
Tómas er fyrir miðju. Lj. Guðný Grímsdóttir.

Tómas Gunnarsson úr Eflingu vann um helgina bog­fi­mikeppni WOW Reykja­vik In­ternati­onal Games með sveigboga af 18 metra færi.

Keppnin fór fram í Bog­fim­i­setr­inu við Duggu­vog í Reykjavík og keppt var með bæði sveig­bog­um og trissu­bog­um á 18 metra færi.

Á meðal kepp­enda í bog­fimi var allt besta bog­fimi­fólk lands­ins ásamt er­lend­um gest­um frá Banda­ríkj­un­um, Frakklandi, Fær­eyj­um, Jamaica og Póllandi.

Íslenska bog­fimi­fólkið var sig­ur­sælt og sigraði í 3 grein­um af 4. Verðlauna­haf­ar voru eft­ir­far­andi:

Sveig­bogi karla
1. Tóm­as Gunn­ars­son, Íslandi
2. Ólaf­ur Gísla­son, Íslandi
3. Sig­ur­jón Atli Sig­urðsson, Íslandi

Sveig­bogi kvenna
1. Armelle Decaul­ne, Frakklandi
2. Mirjam Maria Vang Har­ald­sen, Fær­eyj­um
3. Astrid Dax­bock, Íslandi

Trissu­bogi karla
1. Guðjón Ein­ars­son, Íslandi
2. Jogv­an Nicla­sen, Fær­eyj­um
3. Daní­el Sig­urðsson, Íslandi

Trissu­bogi kvenna
1. Helga Kol­brún Magnús­dótt­ir, Íslandi
2. Anja Johan­sen, Fær­eyj­um
3. Berna­dette Diab, Banda­ríkj­un­um

641.is


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744