Tómas með gullverðlaun í bogfimi á RIGÍþróttir - - Lestrar 391
Tómas Gunnarsson úr Eflingu vann um helgina bogfimikeppni WOW Reykjavik International Games með sveigboga af 18 metra færi.
Keppnin fór fram í Bogfimisetrinu við Dugguvog í Reykjavík og keppt var með bæði sveigbogum og trissubogum á 18 metra færi.
Á meðal keppenda í bogfimi var allt besta bogfimifólk landsins ásamt erlendum gestum frá Bandaríkjunum, Frakklandi, Færeyjum, Jamaica og Póllandi.
Íslenska bogfimifólkið var sigursælt og sigraði í 3 greinum af 4. Verðlaunahafar voru eftirfarandi:
Sveigbogi karla
1. Tómas Gunnarsson, Íslandi
2. Ólafur Gíslason, Íslandi
3. Sigurjón Atli Sigurðsson, Íslandi
Sveigbogi kvenna
1. Armelle Decaulne, Frakklandi
2. Mirjam Maria Vang Haraldsen, Færeyjum
3. Astrid Daxbock, Íslandi
Trissubogi karla
1. Guðjón Einarsson, Íslandi
2. Jogvan Niclasen, Færeyjum
3. Daníel Sigurðsson, Íslandi
Trissubogi kvenna
1. Helga Kolbrún Magnúsdóttir, Íslandi
2. Anja Johansen, Færeyjum
3. Bernadette Diab, Bandaríkjunum