02. feb
Tíundu bekkingar kynntu sér starfsemi stéttarfélagannaAlmennt - - Lestrar 121
Fjölmennur hópur nemenda úr 10. bekk Borgarhólsskóla kom í heimsókn á Skrifstofu stéttarfélaganna í morgun til að fræðast um starfsemi stéttarfélaga, það er um þrjátíu nemendur ásamt kennurum.
Fulltrúi stéttarfélaganna fór yfir tilgang og markmið stéttarfélaga á vinnumarkaði auk þess að fara yfir innihald kjarasamninga. Nemendurnir meðtóku fræðsluna og spurðu út í hitt og þetta er tengis tilgangi stéttarfélaga og réttindum þeirra á vinnumarkaði.
Á heimasíðu Framsýnar segir að það sé ánægjulegt til þess að vita að grunn- og framhaldsskólar á svæðinu leggji mikið upp úr því að fá forystumenn stéttarfélaga inn í skólana með fræðslu.