Tíundi bekkur sýnir High School Musical í Samkomuhúsinu

Nemendur tíunda bekkjar Borgarhólsskóla frumsýndu söngleikinn High School Musical í Samkomuhúsinu í gær.

Stoltir nemendur að lokinni frumsýningu.
Stoltir nemendur að lokinni frumsýningu.

Nemendur tíunda bekkjar Borgarhólsskóla frumsýndu söngleikinn High School Musical í Samkomuhúsinu í gær.

Leikstjórn var í höndum Karenar Erludóttir en Hreindís Ylva Garðarsdóttir á íslenska þýðingu verksins.

Skólasöngleikurinn er bandarísk sjónvarpsmynd frá Disney Channel sem kom út í árið 2006.

Stjarna körfuboltaliðsins í East High, Troy Bolton og stærðfræðisnillingurinn Gabriella Montez hittast á gamlárskvöld í partýi á skíðasvæði í jólafríinu. Þar taka þau þátt í karókí keppni og syngja Start of Something New. Þau komast að því að það er einhver neisti á milli þeirra og enda á því að skiptast á símanúmerum.

Aðsend mynd

Nemendur að lokinni frumsýningu í gær.

Næsta sýning er í dag kl. 14:00 og svo eru sýningar á sunnudag, mánudag og þriðjudag.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744