Til móts við eldri borgara og öryrkja

Framsýn telur að verkalýðshreyfingin verði í næstu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkið að leggja sérstaka áherslu á málefni eldri borgara og

Til móts við eldri borgara og öryrkja
Almennt - - Lestrar 82

Framsýn telur að verkalýðs-hreyfingin verði í næstu kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins og ríkið að leggja sérstaka áherslu á málefni eldri borgara og öryrkja.

Félagið hefur þegar komið sínum tillögum á framfæri við Starfsgreinasamband Íslands sem fer með umboð félagsins í komandi kjaraviðræðum og í viðræðum við stjórnvöld um aðkomu þeirra að kjarasamningunum.

  • Framsýn lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu Landssambands eldri borgara að grunnlífeyrir frá TR verði sambærilegur lægsta taxta SGS.
  • Framsýn lýsir yfir fullum stuðningi við þá kröfu Landssambands eldri borgara að frítekjumark vegna lífeyristekna verði hækkað verulega en það hefur verið óbreytt til margra ára.
  • Framsýn telur afar óeðlilegt að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóð falli niður við 70 ára aldur fólks á vinnumarkaði.
  • Framsýn kallar eftir leiðréttingum á framfærsluviðmiðum til að tryggja eldri borgurum mannsæmandi lífsviðurværi.
  • Framsýn telur eðlilegt að tekið verði tillit til þess við ákvörðun lífeyris að lífslíkur sjóðfélaga eru mismunandi. Horft verði til breytinga sem verið er að gera í Danmörku á almannatryggingakerfinu til að mæta misjöfnum lífslíkum.
  • Framsýn telur eðlilegt að séreign verði gerð skattfrjáls.
  • Ríkið jafni að fullu örorkubyrgði lífeyrissjóðanna.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744