Ţrjú hálfvitakvöld á hattinum

Ljótu hálfvitarnir spila kvöld eftir kvöld eftir kvöld á Grćna hattinum um nćstu helgi. Sú helgi byrjar reyndar ađ aflíđandi vinnuviku, á

Ţrjú hálfvitakvöld á hattinum
Almennt - - Lestrar 49

Hálfvitarnir í Ýdölum.
Hálfvitarnir í Ýdölum.

Ljótu hálfvitarnir spila kvöld eftir kvöld eftir kvöld á Græna hattinum um næstu helgi. Sú helgi byrjar reyndar að aflíðandi vinnuviku, á fimmtudagskvöldi. Og heldur síðan áfram á föstudag og laugardag.

 

Hálfvitarnir eru fastagestir á Hattinum en nokkuð síðan þeir komu þangað síðast. Í millitíðinni hafa þeir komið út sinni þriðju plötu sem selst eins vel og hægt er að ætlast til af hálfvitum. Ennfremur hefur eitt laganna á henni, Gott kvöld, verið á vinsældalista Rásar 2 um hríð. Þetta er mikið stuðlag og hálfvitar hyggjast vera í miklu stuði á Hattinum sem þeir líta á sem einn af sínum heimavöllum.

 

Prógrammið verður breytilegt eftir kvöldum, en uppistaðan verður þó einhver kokteill af nýju plötunni og helstu smellum af hinum.

Það ku vera hægt að tryggja sér forsölumiða í Eymundsson í Hafnarstræti á Akureyri en ef að líkum lætur verður líka hægt að tryggja sér miða við innganginn. Tónleikarnir hefjast kl. 22 öll kvöldin en staðurinn opnar klukkustund fyrr.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744