Ţórdís Edda međ doktorsvörn í íslenskum bókmenntumAlmennt - - Lestrar 253
Mánudaginn 7. nóvember fer fram doktorsvörn viđ Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Ţá ver Ţórdís Edda Jóhannes-dóttir doktorsritgerđ sína í íslenskum bókmennt-um, Jómsvíkinga saga: Sérstađa, varđveisla og viđtökur.
Gunnţórunn Guđmundsdóttir, forseti Íslensku- og menningardeildar, stjórnar athöfninni sem fer fram í Hátíđarsal Háskóla Íslands í Ađalbyggingu og hefst klukkan 13:00.
Um efni ritgerđarinnar
Jómsvíkinga saga er međal elstu varđveittu veraldlegra sagna á Íslandi. Hún hefur ađ öllum líkindum veriđ skrifuđ á fyrri hluta 13. aldar en er varđveitt í fjórum ólíkum gerđum frá miđöldum í jafnmörgum handritum. Frćđileg umfjöllun um söguna hefur einkum beinst ađ tveimur ţáttum. Annars vegar hefur uppruni og tilurđ sögunnar veriđ í brennidepli frćđimanna en hins vegar hvernig eigi ađ skilgreina hana. Hún hefur ţótt falla illa ađ hefđbundinni flokkun íslenskra miđaldabókmennta vegna ţess ađ í henni mćtast einkenni konungasagna, Íslendinga-sagna og fornaldarsagna. Í rannsókninni er fjallađ um Jómsvíkinga sögu í víđu samhengi međ ţađ í huga ađ textinn, varđveisla hans og hugmyndir um hann á ýmsum tíma geti skýrt stöđu hennar međal íslenskra miđaldabókmennta. Um leiđ er textinn nýttur til ţess ađ varpa ljósi á ýmsa ţćtti sagnaritunar á miđöldum. Jómsvíkinga saga er međal elstu íslensku verka ţar sem sögulegum atburđum er miđlađ međ ađferđum sem fremur einkenna skáldskap en sagnfrćđi. Í ritgerđinni eru fćrđ rök fyrir ţví ađ nýjungar í bókmenntum á 12. öldinni á meginlandi Evrópu skipti máli ţegar kemur ađ ţróun íslenskra miđaldabókmennta um og upp úr 1200. Međ nákvćmri greiningu á Jómsvíkinga sögu kemur í ljós blöndun hefđa og nýjunga sem á eftir ađ taka á sig skýrari mynd í veraldlegum íslenskum miđaldabókmenntum á 13. og 14. öldinni.
Um doktorsefniđ
Ţórdís Edda, sem fćdd er og upplain á Húsavík, lauk BA-prófi í íslensku viđ Háskóla Íslands og MA-gráđu í íslenskum bókmentum viđ sama skóla. Hún er stundakennari viđ Háskóla Íslands. (hi.is)