Þingeyskir framsóknarmenn styðja ályktun starfsmanna HÞ

Stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga lýsir yfir fullum stuðningi við ályktun starfsmannafundar starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga sem haldinn var

Stjórn Framsóknarfélags Þingeyinga lýsir yfir fullum stuðningi við ályktun starfsmannafundar starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga sem haldinn var 7.janúar. Í henni átelur fundurinn þau vinnubrögð er viðhöfð eru við kynnningu oginnleiðingu breytinga á skipulagi heilbrigðisþjónustu.

 

Stjórnin telur verulega ámælivert að fagleg vinnubrögð séu ekki í heiðri höfð oglýsir furðu sinni á hve hratt málið er keyrt áfram sem sýnir fát og fum íákvörðunartökunni. Í þeim þrengingum sem íslenskt samfélag gengur í gegnum ersamvinna og fagleg vinnubrögð forsenda framfara á ný. Í því ljósi hvetur stjórninheilbrigðisráðherra að standa vörð um heilbrigðskerfið og varast skref í átteinkavæðingar.

 

f.h. stjórnar Famsóknarfélags Þingeyinga

Hjálmar Bogi

Formaður

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744