Þingeyjarveit fær veglega gjöfAlmennt - - Lestrar 148
Fyrr í sumar fékk Þingeyjarsveit afhenta veglegan setbekk að gjöf til minningar um Sigður Jónsson frá Ystafelli og sundafrek hans.
Frá þessu segir á heimasíðu Þingeujarsveitar en bekkurinn er gjöf frá afkomendum Sigurðar Þingeyings og var hann settur niður við sundlaugina á Laugum enda er staðurinn táknrænn því á Laugum byrjaði ævintýrið.
Sigurður var um áratugaskeið einn besti sundmaður landsins og var fyrsti sundsigur hans á drengjamóti sem haldið var í Tjörninni á Laugum árið 1937. Næstu ár þar á eftir tók við meiri og harðari keppni bæði innan lands og utan og keppti Siguðrur meðal annars á Ólympíuleikunum í London árið 1948. Sigurður var alla tíð trúr uppruna sínum og keppti alltaf innanlands undir merkjum HSÞ.