11. ágú
Tap og jafntefli í boltanumÍþróttir - - Lestrar 388
Meistaraflokkur kvenna spilaði við Fjarðarbyggð/Hött/Leikni í C-riðli 1. deildar í kvöld.
Leikið var á Húsavíkurvelli og komust Völusngar yfir strax á 2 mínútu leiksins með marki Hafrúnar Olgeirsdóttur.
Gestirnir jöfnuðu á 67. mínútu með marki Höllu Helgadóttur og hún skoraði svo sigurmark þeirra skömmu fyrir leikslok.
Lovísa Björk Sigmarsdóttir var valin maður leiksins hjá Völsungi sem situr í neðsta sæti riðilsins með 3 stig.
Meistaraflokkur karla lék á heimavelli gegn Gróttu í gærkveldi og lauk leiknum með markalausu jafntefli.
Völsungur bætti þar með stigi í sarpinn en liðið er í 10. sæti 2. deildar með 16 stig.