Tap gegn toppliđinuÍţróttir - - Lestrar 535
Eftir svekkjandi jafntefli gegn Sindra á Hornafirđi um síđustu helgi tóku Völsungar á móti Aftureldingu á Húsavíkurvelli í dag.
Fótbolti.net segir svo frá leiknum:
Gestirnir byrjuđu betur og ţegar 13 mínútur voru komnar á klukkuna skorađi Wentzel Steinarr R Kamban fyrir Aftureldingu og stađan 1-0.
Ţannig var hún í hálfleik, en í lok fyrri hálfleiks var Halldóri Orra Hjaltasyni, leikmanni Völsungs, vikiđ af velli međ sitt annađ gula spjald.
Völsungar lögđu ţó ekki árar í bát og í upphafi seinni hálfleiks jafnađi Bergur Jónmundsson, en ţađ var ekki nóg fyrir heimamenn.
Afturelding fékk víti um miđjan seinni hálfleikinn og úr ţví skorađi Alexander Aron Davorsson og ţar viđ sat.
2-1 sigur gestanna úr Mosfellsbćnum og eru ţeir međ fullt hús stiga á toppi deildarinnar eftir ţrjá leiki. Völsungur er í 10. sćti međ tvö stig.
Hér koma myndir úr leiknum og međ ţví ađ smella á ţćr er hćgt ađ fletta ţeim og skođa í stćrri upplausn.
Bjarki Baldvinsson fyrirliđi Völsungs á fleygiferđ međ boltann.
Sigvaldi Ţór Einarsson bakvörđur sćkir ađ marki gestanna.
Olgeir Sigurgeirsson međ boltann.
Aron Alexander Lárusson.
Arnţór Hermannsson í baráttu viđ leikmann Mosfellinga.
Halldór Orri Hjaltason gengur hér af velli eftir ađ hafa fengiđ sitt annađ gula spjald og ţar međ rautt.
Bárđdćlski turninn stekkur hćst og skallar ađ marki gestanna og inn fór boltinn.
Og ţví var ađ sjálfsögđu fagnađ.
Bergur Jónmundsson í baráttu viđ Magnús Má Einarsson leikmann Aftureldingar.
Steinţór Már Auđunsson, Stubbur, markvörđur Völsunga.
Eyţór Traustason varnarmađur Völsunga.
Sćţór Olgeirsson sćkir ađ marki Aftureldingar.
Sindri Ingólfsson kom inn á í síđari hálfleik.
Elvar Baldvinsson útskrifađist sem stúdent frá Framhaldsskólanum á Laugum í dag og brunađi eftir athöfnina í bćinn og kom inn á í síđari hálfleik.
Völsungar sćkja ađ marki gestann undir lok leiksins.