14. júl
Tap fyrir SindraÍþróttir - - Lestrar 364
Völsungur tapaði fyrir Sindra á Höfn í Hornafirði í kvöld í C-riðli 1. deildar kvenna.
Á Fótbolta.net segir að þetta hafi verið nokkuð þægilegur sigur hjá heimastúlkum.
Það má segja það að Sindri hafi nokkurn veginn valtað yfir Völsung í fyrri hálfleik. Öll mörkin komu þá, það fyrsta á 13. mínútu, næsta á 29. mínútu og það síðasta á 38. mínútu.
Seinni hálfleikurinn var frekar rólegur og ekkert mark var skorað. Lokatölur voru því 3-0 fyrir heimakonur á Sindravöllum.
Eftir þennan leik er Sindri með sex stig eftir fjóra leiki. Liðið er í 3. sæti, en Völsungur er á meðan á botninum án stiga. (fotbolti.net)