Sýslumaður Íslands verður á Húsavík

Dóms­málaráðherra hef­ur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsett­ur á Húsa­vík eft­ir sam­ein­ingu allra sýslu­mann­sembætta lands­ins und­ir eina

Sýslumaður Íslands verður á Húsavík
Almennt - - Lestrar 107

Húsavík.
Húsavík.

Dóms­málaráðherra hef­ur ákveðið að sýslumaður Íslands verði staðsett­ur á Húsa­vík eft­ir sam­ein­ingu allra sýslu­mann­sembætta lands­ins und­ir eina stjórn.

Bygg­ir ráðherra ákvörðun sína um staðsetn­ingu sýslu­manns ekki síst á grein­ingu Byggðastofn­un­ar.

 Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra kynnti í sum­ar drög að frum­varpi um sam­ein­ingu sýslu­mann­sembætt­anna níu und­ir eina stjórn. Hann lýsti því strax yfir að sýslumaður Íslands yrði staðsett­ur á lands­byggðinni.

Jafn­framt var Byggðastofn­un falið að leggja mat á staðina og svæðin. Ráðherra hef­ur nú sent er­indi á þing­flokka stjórn­ar­flokk­anna um niður­stöðu sína. Hann staðfesti við Morg­un­blaðið að staður­inn væri Húsa­vík.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744