Sylgja Rún á leið á Evrópuleika Special Olympics í AntwerpenÍþróttir - - Lestrar 423
Á morgun heldur 40 manna hópur af stað áleiðis til Antwerpen í Belgíu þar sem Evrópuleikar Special Olympics munu fara fram.
Ísland sendir 29 íþróttamenn á mótið sem keppa munu í sex íþróttagreinum og þeirra á meðal er Völsungurinn Sylgja Rún Helgadóttir sem tekur þátt í Boccia á leikunum.
Íslendingar taka þátt í boccia, badminton, borðtennis, frjálsum íþróttum, knattspyrnu og sundi en þetta er í fyrsta skipti sem Ísland sendir keppanda í badminton.
Aðildarfélög ÍF sem eiga keppendur á leikunum eru auk Völsungs, ÍFR og Ösp í Reykjavík, Nes Reykjanesbæ, Fjörður Hafnarfirði, Suðri Selfossi, Eik Akureyri, Óðinn Akureyri og Ívar Vestfjörðum.
Íslenski hópurinn, Sylgja Rún lengst tv. á myndinni sem fengin er af heimasíðu ÍF.
640.is ókar Sylgju Rún velfarnaðar á Evrópuleikum Special Olympics.