Sundkeppni á Hreyfiviku í Norðurþingi

Norðurþing og HSÞ taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ og eru allir hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum þessa vikuna og halda hreyfingabók.

Sundkeppni á Hreyfiviku í Norðurþingi
Íþróttir - - Lestrar 295

Norðurþing og HSÞ taka þátt í Hreyfiviku UMFÍ og eru allir hvattir til að taka þátt í sem flestum viðburðum þessa vikuna og halda hreyfingabók. 

Nálgast má hreyfingabókina á heimasíðu Norðurþings, nordurthing.is. Í boði er hreyfing við allra hæfi. Fólk er hvatt til að skilja bílinn eftir heima og ganga eða hjóla í staðinn. Dregið verður úr innsendum hreyfingadagbókum og eru veglegir vinningar í boði. Frítt í sund á Húsavík og Raufarhöfn í boði Norðurþings.

 

,,Það kom hugmynd héðan að setja á fót sundkeppni á milli sveitarfélaga. Keppnin á að vera sáraeinföld. Blað liggur í afgreiðslu sundstaða þar sem fólk skráir þá vegalengd sem það syndir. Svo er tekin staða daglega hjá okkur og í lok vikunnar er hægt að sjá árangurinn. Skólasund og sundæfingar eru undanskildar. Allt er þetta til gamans gert og í bónus fáum við að kveikja á keppnisskapinu hjá okkur á móti okkar nágrönnum,“ segir Kjartan Páll Þórarinsson tómstunda- og æskulýðsfulltrúi Norðurþings í frétt á heimasíðu UMFÍ.

Kjartan Páll sagði dagskrána á Hreyfivikunni metnaðarfulla og allir ættu að finna hreyfingu við sitt hæfi. Hann sagði að íþróttafélagið Völsungar opni sína starfsemi upp á gátt og verður með eitthvað í gangi alla vikuna.

,,Við fengum almenningsíþróttahópa til að vera meira sýnilegri. Það verða skipulagðir göngutúrar, útivist almenn og fuglaskoðun svo eitthvað sé nefnt. Við reyndum að útvíkka dagskrána örlítið svo þetta yrði ekki bara íþróttatengt. Á lokadegi Hreyfivikunnar verður síðan fjölskylduskemmtun í íþróttahöllinni á Húsavík og farið í ýmsa leiki. Þetta á bara að vera gaman og skemmtilegt,“ sagði Kjartan Páll Þórarinsson. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744