Styrktu félag eldri borgara um 300 þúsund

Fulltrúar frá Round Table 4 og Ladies Circle 5 á Húsavík afhentu í dag Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni styrk upp á 300.000 krónur.

Styrktu félag eldri borgara um 300 þúsund
Almennt - - Lestrar 520

Fulltrúar frá Round Table 4 og Ladies Circle 5 á Húsavík afhentu í dag Félagi eldri borgara á Húsavík og nágrenni styrk upp á 300.000 krónur.

Afhending styrksins fór fram í Miðhvammi þar sem stóð yfir basar og vöfflukaffi félagsins.

Fram kom í máli Hilmars Dúa Björgvinssonar formanns RT á Húsavík að styrkurinn, sem safnaðist á fulltrúaráðsfundi RT sem haldinn var á Húsavík í október sl., sé ætlaður til uppbyggingar á starfsemi félags eldri borgara.

Félag eldri borgara styrkt

Eiður Árnason gjaldkeri Félags eldri borgara tók við styrknum úr hendi Hilmars Dúa Björgvinssonar formanns RT. Með þeim á myndinni er Rebekka Ásgeirsdóttir formaður LC, Marzenna Katarzyna LC og Sveinn Veigar Hreinsson RT.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744