Styrktarfélag HSN í Ţingeyjarsýslum orđiđ almannaheillafélag

Á dögunum var haldinn ađalfundur Styrktarfélags HSN í Ţingeyjarsýslum í húsakynnum Heilbrigđisstofnunar Norđurlands á Húsavík.

Kristján Önundarson og Daníel Borgţórsson.
Kristján Önundarson og Daníel Borgţórsson.

Á dögunum var haldinn ađalfundur Styrktarfélags HSN í Ţingeyjarsýslum í húsakynnum Heilbrigđisstofnunar Norđurlands á Húsavík. 

Ţar kynnti stjórn félagsins ţau verkefni sem unniđ var ađ á síđastliđnu starfsári félagsins auk ţess sem afhent voru ţakkarbréf til helstu styrktarađila.

Kom fram í máli formanns ađ félagiđ hafi notiđ góđs stuđnings frá félagasamtökum, fyrirtćkjum og einstaklingum á síđasta ári auk ţess sem sala minningarkorta hafi gengiđ vel.  Alls hafi tekjur félagsins á árinu 2023 numiđ rétt um 12 milljónum króna og félagiđ hafi fjármagnađ gjafir til starfsstöđva HSN í Ţingeyjarsýslum fyrir rúmlega 13 milljónir króna á síđasta ári.

Á fundinum var svo formlega tilkynnt ađ Styrktarfélagiđ er nú komiđ á almannaheillaskrá Skattsins.  Ţađ ţýđir ađ fjárframlög einstaklinga og fyrirtćkja til félagsins eru frádráttarbćr frá skattstofni styrktarađila.  Vonar stjórn félagsins ađ ţetta verđi enn frekari hvati fyrir íbúa og fyrirtćki á svćđinu ađ styđja viđ félagiđ og hjálpa ţví ađ bćta heilbrigđisţjónustu hér heima í hérađi.

Jón Helgi Björnsson, forstjóri HSN, tók til máls og ţakkađi fyrir hönd stofnunarinnar fyrir ţćr gjafir sem félagiđ hefur gefiđ á árinu.  Hann sagđi ţađ skipta gríđarlegu miklu máli ađ stofnunin geti endurnýjađ lćkningartćki og annan búnađ svo hćgt sé ađ halda uppi góđri ţjónustu og lađa ađ hćft starfsfólk til ađ sinna sjúklingum á svćđinu.

Á starfsárinu var sett upp facebook síđa félagsins ţar sem miđlađ verđur upplýsingum um starfsemi félagsins.  Slóđin á síđuna er https://www.facebook.com/styrktarfelagHSN/

Ţar er hćgt ađ nálgast eyđublađ til ađ skrá sig sem styrktarađila.

Ađsend mynd

Kristján Önundarson tv. tók viđ ţakkarbréfi fyrir hönd móđur sinnar Unu Ţórdísar Elíasdóttur styrktarađila félagsins.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744