Stórsigur Völsunga í dag

Völsungar létu tapið gegn Val í bikarnum ekki slá sig út af laginu í 2. deildinni þegar þeir fengu Reyni frá Sandgerði í heimsókn í dag.

Stórsigur Völsunga í dag
Íþróttir - - Lestrar 273

Sæþór skorar hér fyrsta mark leiksins.
Sæþór skorar hér fyrsta mark leiksins.

Völsungar létu tapið gegn Val í bikarnum ekki slá sig út af laginu í dag þegar þeir endurheimtu annað sætið í 2. deildinni í dag.

Reyni frá Sandgerði kom í heimsókn á Vodafonevöllinn og eftir rúmlega tuttugu mínútna leik fengu heimamenn vítaspyrnu.

Þá braut Birkir Freyr Sigurðsson á Sæþóri Olgeirssyni innan vítateigs.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Birkir Freyr fékk að líta rauða spjaldið en Sæþór steig á punktinn og skoraði örugglega stöngin inn.

Um mínútu síðar brutu Sandgerðingarnir aftur á Sæþór en nú rétt utan vítateigs.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Sæþór tók aukaspyrnuna sjálfur, skaut yfir varnarvegginn og í bláhornið, staðan orðin 2-0. Sæþór búinn að skora 18 mörk í deildinni og lang markahæstur.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Þannig stóðu leikar í hálfleik og allt þar til rúmlega korter var til leiksloka þegar Jakob Héðinn Róbertsson skoraði og kom Völsungum í 3-0. Hans fyrsta deildarmark fyrir Völsung en hann hafði komið inn á fyrir Sæþór frænda sinn á´60 mínútu leiksins og var þegar búinn að eiga skot í slá.

Skömmu síðar minnkaði Magnús Þórir Matth­ías­son muninn fyrir Reynismenn en Arnar Pálmi Kristjánsson negldi síðasta naglann í kistuna með flottu skallamarki undir lok leiksin.

Ljósmynd Hafþór - 640.is

Bjarki fyrirliði fagnar með Arnari Pálma sem skoraði fjórða markið.

Völsung­ur í öðru sæti með 30 stig, fimm á eft­ir Þrótti en staðan í 2. deild eftir sextán umferðir er svona:

Þrótt­ur V. 35

Völsung­ur 30

KV 28

Njarðvík 26

KF 25

Magni 24

ÍR 22

Reyn­ir S. 20

Hauk­ar 19

Leikn­ir F. 15

Kári 9

Fjarðabyggð 5


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744