Stórsigur hjá stelpunumAlmennt - - Lestrar 526
Völsungur tók á móti Hvíta Riddaranum mættust á Húsavíkurvelli í eina leik dagsins í 2. deild kvenna.
Það er skemmst frá því að segja að gestirnir voru lítil fyrirstaða og heimastúlkur unnu stórsigur.
Hulda Ösp Ágústsdóttir kom þeim á bragðið með marki á 13. mínútu leiksins og hún tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.
Þegar yfir lauk höfðu Völsungar skorað 9 mörg án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lokastaðan 9-0.
1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('13)
2-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('21)
3-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('31)
4-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('32)
5-0 Krista Eik Harðardóttir ('34)
6-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('54)
7-0 Jóney Ósk Sigurjónsdóttir ('57)
8-0 Arna Benný Harðardóttir ('79)
9-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('89)
Völsungar sitja í 4. sæti deildarinnar en Hvíti Riddarinn eru án stiga á botninum.
Hér koma nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók á leiknum og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Hulda Ösp skoraði þrennu og var kjörin maður leiksins. Verðlaunin voru frá hársnyrtistofunni Hárform.
Arna Benný Harðardóttir fagnar marki sínu.
harpa fyrirliði Ásgeirsdóttir fór fyrir sínum mönnum og skoraði þrennu.
Völsungar sækja að marki gestanna.
Karólína Pálsdóttir sækir upp kantinn.
Ólöf Rún Rúnarsdóttir er ein ungra og efnilegra leikmanna Völsungs.