Stórsigur hjá stelpunum

Völsungur tók á móti Hvíta Riddaranum mættust á Húsavíkurvelli í eina leik dagsins í 2. deild kvenna.

Stórsigur hjá stelpunum
Almennt - - Lestrar 525

Hulda Ösp skoraði þrennu.
Hulda Ösp skoraði þrennu.

Völsungur tók á móti Hvíta Riddaranum mættust á Húsavíkurvelli í eina leik dagsins í 2. deild kvenna.

Það er skemmst frá því að segja að gestirnir voru lítil fyrirstaða og heimastúlkur unnu stórsigur.

Hulda Ösp Ágústsdóttir kom þeim á bragðið með marki á 13. mínútu leiksins og hún tvöfaldaði forystuna átta mínútum síðar.

Þegar yfir lauk höfðu Völsungar skorað 9 mörg án þess að gestirnir næðu að svara fyrir sig. Lokastaðan 9-0.

1-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('13) 
2-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('21) 
3-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('31) 
4-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('32) 
5-0 Krista Eik Harðardóttir ('34) 
6-0 Hulda Ösp Ágústsdóttir ('54) 
7-0 Jóney Ósk Sigurjónsdóttir ('57) 
8-0 Arna Benný Harðardóttir ('79) 
9-0 Harpa Ásgeirsdóttir ('89) 

Völsungar sitja í 4. sæti deildarinnar en Hvíti Riddarinn eru án stiga á botninum. 

Hér koma nokkrar myndir sem ljósmyndari 640.is tók á leiknum og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Völsungur - Hvíti Riddarinn

Hulda Ösp skoraði þrennu og var kjörin maður leiksins. Verðlaunin voru frá hársnyrtistofunni Hárform.

Völsungur - Hvíti Riddarinn 9-0

Arna Benný Harðardóttir fagnar marki sínu.

Völsungur - Hvíti Riddarinn

harpa fyrirliði Ásgeirsdóttir fór fyrir sínum mönnum og skoraði þrennu.

Völsungur - Hvíti Riddarinn

Völsungar sækja að marki gestanna.

Völsungur - Hvíti Riddarinn

Karólína Pálsdóttir sækir upp kantinn.

Völsungur - Hvíti Riddarinn

Ólöf Rún Rúnarsdóttir er ein ungra og efnilegra leikmanna Völsungs. 



 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744