Stórleikir í blaki um helgina... Íslandsmeistarar Aftureldingar í heimsókn

Um helgina munu Völsungskonur mæta fyrnasterku liði Aftureldingar í úrvalsdeildinni í blaki.

Um helgina munu Völsungskonur mæta fyrnasterku liði Aftureldingar í úrvalsdeildinni í blaki.

Í tilkynningu segir að lið Aftureldingar hafi unnið alla sína leiki í vetur með yfirburðum auk þess að vera núverandi Íslandsmeistarar í blaki kvenna. Að sjálfsögðu  munu okkar konur leggja sig fram um að stríða meisturunum og treysta á öflugan stuðning áhorfenda eins og í síðasta leik hér á Húsavík.
 
Völsungar tefla fram nýjum leikmanni, öflugri blakkonu Sladjönu Simic frá Serbíu sem mun vonandi styrkja okkar lið verulega í baráttunni í vetur 
 
Leiknir verða tveir leikir, sá fyrri á föstudagskvöldinu kl. 20.00 og sá síðari á laugardag kl. 14.00 
 
Enginn aðgangseyrir  en tekið við frjálsum framlögum  við innganginn ( td. 500 kall !) . veitingar til sölu og posi á staðnum. !
Áfram Völsungur !!

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744