Stórbætt farsímasamband í Laxárdal

Síminn hefur sett upp 4G farsímasendi í landi Þverár í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu í samstarfi við Neyðarlínuna.

Stórbætt farsímasamband í Laxárdal
Almennt - - Lestrar 154

Þverá í Laxárdal.
Þverá í Laxárdal.

Síminn hefur sett upp 4G farsímasendi í landi Þverár í Laxárdal í Suður-Þingeyjarsýslu í samstarfi við Neyðarlínuna.

Í tilkynningu segir að með tilkomu sendisins verði stærstur hluti Laxárdals loksins kominn í gott farsímasamband. Stór hluti Laxárdals var áður utan farsímasambands.

Bætt farsímasamband mun bæta lífsgæði og auka öryggi fyrir íbúa í Laxárdal, sumarhúsaeigendur, veiðimenn og aðra sem leið eiga um Laxárdal. 

Hinn nýi farsímasendir er settur upp af Símanum í samstarfi við Neyðarlínuna en er þó opinn viðskiptavinum annarra fjarskiptafélaga þar sem hann er settur upp sem hluti af samstarfsverkefni fjarskiptafélaganna og íslenska ríkisins að bæta farsímasamband víða um land.

Farsímakerfi Símans er byggt upp í samstarfi með hinu trausta sænska Ericsson innviðafyrirtæki sem Síminn hefur átt í farsælu samstarfi við frá stofnun Símans árið 1906. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744