Stjórnsýsluhúsið á Húsavík innleiðir fyrsta Græna skref SSNE

Á dögunum fékk Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík viðurkenningu fyrir innleiða fyrsta Græna skref SSNE.

Á dögunum fékk Stjórnsýsluhús Norðurþings á Húsavík viður-kenningu fyrir innleiða fyrsta Græna skref SSNE.

Frá þessu segir á heimasíðu sveitarfélgsins:

Starfsfólk stjórnsýsluhússins er samtaka um að draga úr neikvæðum umhverfis-áhrifum starfseminnar, með því að draga úr og flokka vel úrgang, spara orku og hita og nýta vel úr hlutunum í stað þess að skipta þeim út.

Í tilefni af áfanganum fékk starfsfólkið tertu og Smári og Kristin Helga frá SSNE komu með fræðslu um Græn skref og afhentu viðurkenninguna.

Stjórnsýsluhúsið á Húsavík er önnur stofnun Norðurþings til að innleiða fyrsta græna skrefið en í síðasta mánuði náði skrifstofa Norðurþings á Raufarhöfn þeim áfanga.

Ljósmynd aðsend

Smári Lúðvíksson verkefnastjóri SSNE, Hermína Hreiðarsdóttir og Sigurdís Sveinbjörnsdóttir frá Norðurþingi.

Mynd: AG


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744