Neðri stiginn frá hafnarstétt að Garðarsbraut lokaður

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings í síðustu viku var til umræðu ástand stigans sem liggur niður á miðhafnarsvæðið ofan af Hafnarstétt 19.

Búið er að loka neðri stiganum.
Búið er að loka neðri stiganum.

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings í síðustu viku var til umræðu ástand stigans sem liggur niður á miðhafnarsvæðið ofan af Hafnarstétt 19.

Stiginn er orðinn hættulegur sökum slaks ástands hans og fyrir liggur að taka ákvörðun um hvort hann verði fjarlægður tímabundið.
 
"Formaður skipulags- og framkvæmdaráðs leggur til að stiganum ofan af þaki Hafnarstéttar 19 og niður á hafnarsvæðið verði lokað að sinni, vegna slysahættu.

Málið verði tekið aftur fyrir og ákvörðun um hugsanlega endurbyggingu stigans tekin í ágúst" segir í fundargerð.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744