Stéttarfélögin skora á heilbrigðisráðherraAðsent efni - - Lestrar 249
Í ályktun frá stéttarfélögunum í Þingeyjarsýslum skora félögin skora á ráðherra að draga nú þegar til baka hugmyndir sem miða að því að sameina heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi undir einn hatt með höfuðstöðvar á Akureyri.
Ályktun
Um tillögur heilbrigðisráðherra
Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum skora á heilbrigðisráðherra að draga nú þegar til baka hugmyndir sem miða að því að sameina heilbrigðisstofnanir á Norðurlandi undir einn hatt með höfuðstöðvar á Akureyri.
Heimamenn munu aldrei sætta sig við neitt annað en að Heilbrigðisstofnun Þingeyinga haldi sínu sjálfstæði og starfsemin taki áfram mið af þörfum íbúanna á svæðinu en ekki ráðuneytismanna í Reykjavík.
Þingeyingar búa yfir miklum fjársjóði sem fellst í starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga. Í þennan fjársjóð vilja menn halda og efla enn frekar, svæðinu og íbúum þess til framdráttar.
Sparnaður hefur verið nefndur sem ein af meginforsendum sameiningar heilbrigðisstofnana. Þá hefur ekki verið tekið tillit til þess mikla kostnaður sem fellur á íbúana komi til þess að dregið verði úr nærþjónustu við þá.
Þá búa heimamenn við óöryggi í samgöngumálum þar sem Víkurskarðið er oft hættulegt yfirferðar vegna ófærðar og gangnagerð í gegnum Vaðlaheiði hefur verið slegin af.
Stéttarfélögin hvetja Þingeyinga til að mæta á opin fund um málefni Heilbrigðisstofnunnar Þingeyinga sem haldinn verður laugardaginn 17. janúar nk. á Fosshótel Húsavík.
Framsýn- stéttarfélag
Verkalýðsfélag Þórshafnar
Þingiðn- félag iðnaðarmanna
Starfsmannafélag Húsavíkur