06. jún
Stelpurnar úr leik í BorgunarbikarnumÍþróttir - - Lestrar 283
Völsungur lék í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í dag en þær mætt afar sterku úrvalsdeildarliðiliði Selfyssinga á JÁVERK-vellinum á Selfossi.
Heimamenn byrjuðu betur og komust yfir á 18.mínútu en skömmu síðar skoraði Hafrún Olgeirsdóttir glæsilegt mark af löngu færi og staðan jöfn.
En þetta mark Hafrúnar sagði þó lítið því Selfyssingar bættu fjórum mörkum við og 5-1 tap staðreynd.
Næsti leikur stelpnanna er miðvikudaginn 10.júní gegn Hetti og hvetjum við alla til að koma á völlinn og styðja stelpurnar.