19. mar
Stelpurnar sigruðu í fyrsta leik LengjubikarsinsÍþróttir - - Lestrar 394
Meistaraflokkur kvenna sótti Hamrana heim í Lengjubikarnum í dag en leikið var í Boganum.
Völsungur byrjaði leikinn af miklum krafti, en strax á fyrstu mínútu skoraði Særún Anna Brynjarsdóttir fyrir Völsung.
Það reyndist eina mark leiksins og 1-0 sigur Völsungs á Hömrunum því staðreynd.
Leikurinn var í riðli 3 í C-deild kvenna, en þetta var fyrsti leikur riðilsins. Völsungur trónir því á toppnum eftir einn leik. (fotbolti.net)