24. mar
Stelpurnar sigruðu Einherja í LengjubikarnumÍþróttir - - Lestrar 291
Völsungur lék sinn fyrsta heimaleik í 3. riðli C deildar Lengjubikars kvenna sl. þriðjudagskvöld.
Þá kom Einherji frá Vopnafirði í heimsókn og leikið var á gervigrasinu.
Í stuttu máli má segja það að allt leit út fyrir markalaust jafntefli en í blálokin komust Völsungar yfir með sjálfsmarki gestanna.
Það er nóg um að vera hjá knattspyrnufólki Völsungs, strákarnir mæta Hetti í Fellabæ í dag og nk. laugardag leika stelpurnar við Fjarðarbyggð/Hött á Reyðarfirði.