Stelpurnar með stórsigur í Borgunarbikarnum

Völsungsstelpurnar gerðu góða ferð austur á firði þar sem þær mættu Fjarðarbyggð í Borgunarbikarnum.

Stelpurnar með stórsigur í Borgunarbikarnum
Íþróttir - - Lestrar 411

Hressar Völsungsstelpur enda komnar áfram.
Hressar Völsungsstelpur enda komnar áfram.
Völsungsstelpurnar gerðu góða ferð austur á firði  þar sem þær mættu Fjarðarbyggð í Borgunarbikarnum.

Leikið var á Reyðatfirði og komu Völsungar grimmar til leiks og Amanda Mist skoraði fyrsta mark leiksins strax í upphafi leiks. Og þegar upp var staðið höfðu þær grænklæddu skorað 6 mörk gegn einu marki heimamanna.

Aðrir markaskorarar voru Berglind Kristjánsdóttir sem skoraði þrjú mörk og þær Harpa Ásgeirsdóttir og Hafrún Olgeirsdóttir eitt mark hvor.
 
Mark heimamanna kom svo úr víti.
 
Stelpurnar eru því komnar áfram í Borgunarbikranum og mæta Hetti sunnudaginn 17.maí.
 

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744