28. apr
Stelpurnar mæta Fjölni í undanúrslitum LengjubikarsinsÍþróttir - - Lestrar 275
Dregið hefur verið í undan-úrslitum Lengjubikars kvenna og mun Völsungur mæta Fjölni í Boganum nk. föstudag.
Stelpurnar leika í C-deild Lengjubikarsins og hafa unnið alla sína leiki, fjóra talsins. Markatalan 21-1.
Völsungur hefur leikið feikilega vel í mótinu það sem af er og er von á spennandi leik nk. föstudag kl. 15:00