Stćkkun Silfurstjörnunnar í fullum gangi

Verklegar framkvćmdir viđ stćkkun landeldisstöđvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirđi eru í fullum gangi.

Stćkkun Silfurstjörnunnar í fullum gangi
Almennt - - Lestrar 142

Nýju kerin eru stór, enda tvöfaldast framleiđslan.
Nýju kerin eru stór, enda tvöfaldast framleiđslan.

Verklegar framkvćmdir viđ stćkkun landeldisstöđvar Fiskeldis Samherja í Öxarfirđi eru í fullum gangi. 

Frá ţessu segir á heimasíđu Samherja en tvöfalda á eldisrými og framleiđslu, ţannig ađ framleiđslan verđi um ţrjú ţúsund tonn á ári. Ţegar er fariđ ađ móta fyrir fyrstu kerjunum en ţau verđa fimm talsins og um helmingi stćrri en ţau sem fyrir eru.

Góđur undirbúningur skiptir sköpum

„Viđ stefnum á taka fyrsta keriđ í notkun í lok ársins, eins og stađan er í dag getum viđ sagt ađ allt gangi samkvćmt áćtlun. Hin kerin verđa svo virkjuđ á eins til tveggja mánađa millibili. Hérna á svćđinu eru starfsmenn nokkurra verktakafyrirtćkja og stórvirkar vinnuvélar eru áberandi á svćđinu. Undirbúningurinn tók náttúrulega nokkurn tíma, svo sem vinna viđ skipulagsmál, leyfisumsóknir og fleira. Góđur undirbúningur skiptir sköpum og ţá verđur sjálf uppbyggingin hnitmiđađri en ella,“ segir Arnar Freyr Jónsson rekstrarstjóri Fiskeldis Samherja í Öxarfirđi.

Hagkvćmari rekstur

Eins og fyrr segir tvöfaldast framleiđslan og segja má ađ stćkkunin sé nokkurs konar undanfari stórrar landeldisstöđvar Samherja Fiskeldis á Reykjanesi.

„Já, viđ ćtlum ađ nýta okkur ţá reynslu sem viđ öđlumst hérna fyrir norđan ţegar uppbyggingin hefst fyrir alvöru fyrir sunnan. Auk ţess var kominn tími á ýmsar uppfćrslur í starfseminni, enda Silfurstjarnan á margan hátt komin nokkuđ til ára sinna. Eftir stćkkun verđur reksturinn hagkvćmari.“

„Ţessar framkvćmdir lífga sannarlega upp á allt saman hérna og stćkkunin mun klárlega efla samfélagiđ í Norđurţingi, enda er Silfurstjarnan stćrsti vinnuveitandinn á svćđinu á eftir sjálfu sveitarfélaginu. Ţađ er gaman og spennandi ađ sjá ţetta verđa ađ veruleika. Núna er sem sagt fariđ ađ móta fyrir kerjunum og ţađ er viss áfangi. Ég giska á ađ starfsmenn hérna séu um ţađ bil helmingi fleiri en venjulega, ţannig ađ ţađ er líf og fjör ţegar allir koma saman í matsalnum,“ segir Arnar Freyr Jónsson á heimasíđu Samherja.

 


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744