Sonja Björg með þrennu og Völsungur í úrslit

Völsungur sótti Gróttu heim á Seltjanranesið í dag er leikið var í undanúrslitum C-deildar Lengjubikars kvenna.

Sonja Björg með þrennu og Völsungur í úrslit
Íþróttir - - Lestrar 264

Sonja Björg Sigurðardóttir í leik með Völsungi.
Sonja Björg Sigurðardóttir í leik með Völsungi.

Völsungur sótti Gróttu heim á Seltjanranesið í dag er leikið var í undanúrslitum C-deildar Lengjubikars kvenna.

Það er skemmst frá því að segja að stelpurnar komu, sáu og sigruðu 3-2.

Á fésbókarsíðu Græna hersins segir:

Sonja Björg Sigurðardóttir fór hamförum og gerði þrennu en mikil og taugatrekkjandi spenna var eftir að Grótta minnkaði muninn í 3-2.

Stelpurnar skildu gjörsamlega allt eftir á vellinum og uppskáru farseðil í úrslitin! Vegna ferðar 3.flokks erlendis voru eingöngu 12 leikmenn á skýrslu hjá okkur í dag og þar á meðal ný lánsstúlka frá Þór/KA, Una Móheiður Hlynsdóttir. Sé hún ævinlega velkomin!
 
Alli Jói þjálfari var hrikalega sáttur með úrslitin, fannst liðið verðskulda meira forskot eftir fyrri hálfleik sem hefði haldið nöglum hans aðeins lengri í restina, en himinlifandi með að klára þetta og að stelpurnar fari í úrslit.

Völsungur mun mæta ÍA í úrslitunum.
 
Ljósmynd Hafþór - 640.is
 
Sonja Björg gerði þrennu í dag en hér sækir hún að marki KH á dögunum. Sonja Björg er á láni frá KA/Þór.
 
Með því að smella á myndina er hægt að skoða hana í hærri upplausn.

  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744