Sól rís í Grímsey - Tónleikar til styrktar byggingu nýrrar kirkju

Miđvikudaginn nćstkomandi kl. 20 verđa haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju til styrktar byggingu nýrrar kirkju ađ Miđgörđum í Grímsey.

Miđvikudaginn nćstkomandi kl. 20 verđa haldnir tónleikar í Akureyrarkirkju til styrktar byggingu nýrrar kirkju ađ Miđgörđum í Grímsey.

Yfirskrift tónleikanna er Sól rís í Grímsey.

Á styrktartónleikunum í Akureyrarkirkju koma fram nokkrir norđlenskir listamenn, sem allir gefa vinnu sína:

  • Anna Skagfjörđ
  • Fanney Kristjáns Snjólaugardóttir
  • Friđrík Ómar
  • Kristjana Arngrímsdóttir
  • Óskar Pétursson
  • Stefán Elí
  • Tríó Jónasar Ţórs, Ívars og Valmars

Hljómsveit á tónleikunum skipa:

  • Emil Ţorri Emilsson
  • Jón Ţorsteinn Reynisson
  • Kristján Edelstein
  • Stefán Gunnarsson
  • Valmar Väljaots

Kynnir á tónleikunum er Oddur Bjarni Ţorkelsson úr Ljótu hálfvitunum.

Ađ kvöldi 21. september 2021 brann Miđgarđakirkja í Grímey til grunna, ásamt öllum kirkjumunum hennar. Slökkviliđ eyjarinnar ţurfti fljótlega ađ lúta í lćgra haldi en kirkjan varđ alelda á örskömmum tíma í stífri norđanátt. Íbúar gátu ţví ekkert ađhafst og máttu horfa á sóknarkirkju sína brenna til grunna á skammri stundu.

Grímseyingar voru strax stađráđnir í byggja nýja kirkju. Miđgarđakirkjan var friđuđ, langelsta hús Grímseyjar og sameiningartákn. Í kirkjunni hafa margar kynslóđir Grímseyinga átt sínar stćrstu stundir bćđi í gleđi og sorg. Bruninn var ţví mikiđ áfall fyrir eyjarskeggja og virđist í raun hafa snert viđ allri ţjóđinni. 

Bygging nýrrar kirkju er viđamikiđ samfélagslegt verkefni sem Grímseyingar leggja nú allt kapp á ađ verđi ađ veruleika. Ţegar hafa safnast nokkrir fjármunir til byggingar hinnar nýju kirkju og eru eyjarskeggjar afar ţakklátir öllum ţeim sem hafa lagt verkefninu liđ. Grímseyingar standa ţó frammi fyrir ţeirri stađreynd ađ enn vantar töluvert fjármagn til framkvćmdarinnar.  Nánari upplýsingar hér

Miđasala á tónleikana er á tix.is

Ţeim sem vilja styrkja söfnunina međ frjálsum framlögum er bent á söfnunarreikning Miđgarđakirkju.

  • Kennitala: 460269-2539
  • Reikningsnúmer: 565-04-250731



  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744