Soffía Kristín Jónsdóttir ráðin Framkvæmdastjóri Mývatnsstofu

Soffía Kristín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu.

Soffía Kristín Jónsdóttir.
Soffía Kristín Jónsdóttir.

Soffía Kristín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu.

Soffía Kristín er frá Vogum í Mývatnssveit og hefur í gegn um tíðina unnið fyrir fjölmörg fyrirtæki í sveitinni.
 
Hún rekur einnig tónlistarfyrirtækið Iceland Sync Management ehf ásamt Steinunni Camillu Sigurðardóttur sem stendur að umboðsmennsku tónlistarfólks, viðburðum og tónleikahaldi.
 
Hún er menntuð frá Bandaríkjunum með BS í Music Business og ætlar að tengja sína reynslu í viðburðarstjórnun og markaðssetningu við fyrirtækin og samfélagið sem Mývatnsstofa þjónustar.


Í tilkynningu segir að félagið hafi nýlega farið í gegn um stefnumótun leidda af Thorp Consulting ehf. Í kjölfar þess hefur verið gerð ný viðskipta- og rekstraráætlun sem mun vinna að byggingu vörumerkisins Visit Mývatn með hnitðmiðaðri markaðssetningu á netinu. Mývatnsstofa mun einnig halda áfram að koma að stjórnun viðburða í sveitinni.

Stærstu viðburðir sem Mývatnsstofa hefur komið að eru Jólasveinarnir í Dimmuborgum og Mývatnssmaraþonið en samkvæmt nýrri viðskiptaáætlun mun Mývatnsstofa koma að uppbyggingu fleirri viðburða í sveitinni sem munu dreifast jafnt yfir árið.

Markmið félagsins er að fá ferðafólk til að staldra lengur við í Mývatnssveit og vinna að verðmætasköpun atvinnulífsins sem stuðlar að eflingu lífsgæða og betra mannlífi í sveitinni.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744