Soffía Kristín Jónsdóttir ráðin Framkvæmdastjóri MývatnsstofuFréttatilkynning - - Lestrar 800
Soffía Kristín Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mývatnsstofu.
Í tilkynningu segir að félagið hafi nýlega farið í gegn um stefnumótun leidda af Thorp Consulting ehf. Í kjölfar þess hefur verið gerð ný viðskipta- og rekstraráætlun sem mun vinna að byggingu vörumerkisins Visit Mývatn með hnitðmiðaðri markaðssetningu á netinu. Mývatnsstofa mun einnig halda áfram að koma að stjórnun viðburða í sveitinni.
Stærstu viðburðir sem Mývatnsstofa hefur komið að eru Jólasveinarnir í Dimmuborgum og Mývatnssmaraþonið en samkvæmt nýrri viðskiptaáætlun mun Mývatnsstofa koma að uppbyggingu fleirri viðburða í sveitinni sem munu dreifast jafnt yfir árið.
Markmið félagsins er að fá ferðafólk til að staldra lengur við í Mývatnssveit og vinna að verðmætasköpun atvinnulífsins sem stuðlar að eflingu lífsgæða og betra mannlífi í sveitinni.