Snældan skiptir um eigendur og flutt á nýjan stað

Í gær opnaði verslunin Snældan á nýjum stað, að Urðargerði 3, en Anna Soffía Halldórsdóttir keypti rekstur hennar á dögunum.

Í gær opnaði verslunin Snældan á nýjum stað, að Urðargerði 3, en Anna Soffía Halldórsdóttir keypti rekstur hennar á dögunum.

Í Snældunni er höndlað með hannyrðarvörur sem fyrr og segist Anna Soffía hlakka til nýrra verkefna sem og að kynnast nýjum viðskiptavinum.

Fyrir reka þær Anna Soffía og María Urðarprent ehf. sem m.a prentar ljósmyndir á pappír og striga en þær hafa hætt áprentun á fatnað ofl. 

Tæki og tól til þeirrar starfsemi er til sölu og vonast þær til að það haldist í bænum. 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744