Sláturtíð lokið hjá Norðlenska - Meðalþyngd dilka 16,91 kg.Almennt - - Lestrar 183
Sláturtíð hjá Norðlenska á Húsavík lauk sl. föstudag en alls var slátrað 84.600 dilkum.
Á 641.is kemur fram að meðalþyngdin í ár er 16,91 kíló. Það er rúmu kílói meira en árið 2015 en þá var meðalþyngd dilka 15,88 kíló. Gott sumar er talin helsta ástæða fyrir því að meðalþyngdin er þetta há í ár en er þetta næst hæsta meðalþyngd dilka hjá Norðlenska í mörg ár að árinu 2014 undanskildu. Það ár var meðalþyngdin 17,34 kíló sem er met hjá Norðlenska.
Slátrun á fullorðnu dróst örlítið saman frá því í fyrra, en í ár var slátrað 6.700 fullorðnum kindum en árið 2015 var 7.000 fullorðnum kindum slátrað hjá Norðlenska. Að sögn Sigmundar Hreiðarssonar stöðvarstjóra Norðlenska á Húsavík gekk sláturtíðina mjög vel, enda tíðarfarið gott. Sigmundur sagði að samstarfið við bændur væri til fyrirmyndar eins og undanfarin ár. Hann vildi koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Norðlenska, bænda og flutningsaðila fyrir gott samstarf í sláturtíðinni.
Sigmundur bætti því við að Norðlenska geti bætt við sig sauðataði til reykinga á kjöti, en í vikunni hófst reykingavertíðin hjá Norðlenska og stendur hún fram í desember. (641.is)