Skútustaðahreppur hlaut Landgræðsluverðlaunin 2021

Skútustaðahreppur hlaut nýlega Landgræðsluverðlaunin 2021.

Skútustaðahreppur hlaut nýlega Landgræðsluverðlaunin 2021.

Forstjóri Landgræðslunnar, Árni Bragason,afhenti Helga Héðinssyni, oddvita, verðlaunin í Skjólbrekku nýverið og var meðfylgjandi mynd tekin við það tækifæri.

Í nýjum pistli Sveins Margeirssonar sveitarstjóra segir að verðlaunin séu viðurkenning til alls samfélagsins, en fjölmargir íbúar hafa tekið virkan þátt í landgræðslustörfum á síðustu árum.

"Þá er frumkvæði sveitarfélagsins tengt landgræðslumálum, t.d. varðandi meðferð svartvatns og lífrænna afganga (úrgangs), meðal ástæðna þess að Skútustaðahreppur hlýtur Landgræðsluverðlaunin þetta árið.

Sannarlega hvatning til að gera enn betur næstu ár! Komum með hugmyndir, tökum til hendinni og græðum landið!" segir í pistli sveitarstjóra Skútustaðahrepps


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744