Skonnortan Ópal við borgarísjaka í ScoresbysundiAlmennt - - Lestrar 380
Á dögunum fór ljósmyndari 640.is í vikulanga ferð á skonnortunni Opal um Scoresbysund á Grænlandi og þar bar margt fyrir linsuna.
Á öðrum degi sigldi Ópal fram á mikilfenglegan borgarísjaka við mynni Gæsafjarðar austur af Danmarks Ø.
Um borð í Ópal voru farþegar frá Bandaríkjunum, Ástralíu, Sviss, Þýskalandi auk þriggja Íslendingar að ljósmyndara 640.is meðtöldum.
Eins og sjá má á myndunum var ísjakinn svo sannarlega tilkomumikill giskuðu menn á að hann væri um 60-70 metra hár en hann var með gati í miðjunni.
Hér koma nokkrar myndir og með því að smella á þær er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.
Ópal nálgast ísjakann en eins og sjá má var hið besta veður þennan dag.
Heimir Harðarson skipstjóri á Ópal.
Eiríkur Guðmundsson skipverji á á Ópal fór með farþega í myndatökuferð á slöngubát.