Skokki fagnar 10 ára afmćli í dag

Nýveriđ fengu Guđmundur Árni Ólafsson og Sigurjón Ármannsson heiđurstilnefningu Völsungs fyrir ađ vera brautryđjendur almenningsíţrótta á Húsavík.

Skokki fagnar 10 ára afmćli í dag
Ađsent efni - - Lestrar 331

Nýveriđ fengu Guđmundur Árni Ólafsson og Sigurjón Ármannsson heiđurstilnefningu Völsungs fyrir ađ vera brautryđjendur almenningsíţrótta á Húsavík. 

Ţeir félagar hlupu úti allan ársins hring áratugum saman og sífellt fleiri tóku sér ţá til fyrirmyndar, létu veđur og fćrđ ekki á sig fá og skokkuđu reglulega sér til heilsubótar.

Í febrúar áriđ 2010 stofnuđu nokkrir hlauparar á Húsavík Skokka og er hér stiklađ á stóru í 10 ára sögu hlaupahópsins.

Hlaupahópurinn Skokki stofnađur

Skokki leit dagsins ljós ţegar nokkrir húsvískir hlauparar undirbjuggu sig fyrir Mývatnsmaraţon voriđ 2010. Lítill hópur kom saman á tveimur löngum ćfingum laugardagana 6. og 13. febrúar.  Skokki varđ til og starfsemin mótuđ međan hlaupiđ var rólega frá sundlauginni út ađ Hringveri og til baka, rúmlega 20 km leiđ í hvort skipti. Ţeir sem lögđu grunn ađ Skokka ţann 13. febrúar 2010 voru Ásgeir Kristjánsson, Guđmundur Árni Ólafsson, Heiđar Smári Ţorvaldsson, Jón Friđrik Einarsson og Ţórir Ađalsteinsson. Nafniđ var valiđ til heiđurs Bjarna Ásmundssyni, blessuđ sé minning hans. Bjarni "Skokki" var léttur í spori og virtist varla tylla tám á götu ţegar hann gekk rösklega. Mikill fjöldi hlaupara hefur mćtt á Skokkaćfingar, sem hafa aldrei falliđ niđur í 10 ár! Ćfingar eru á laugardögum frá sundlaug Húsavíkur og á íţróttavellinum á ţriđjudögum. 

Allir skokkarar eru velkomnir í hópinn

Skokki fer í hlaupaferđir erlendis annađ hvert ár, stendur fyrir Botnsvatnshlaupi á Mćrudögum og Gamlárshlaupi í samvinnu viđ Völsung. Um nýliđin áramót var Heiđar Hrafn Halldórsson úr Skokka valinn íţróttamađur ársins hjá Völsungi fyrir áriđ 2019. Áriđ 2017 hafđi Anna Halldóra hlotiđ ţann heiđur og áriđ 2013 var Jón Friđrik Einarssonar kjörin frjálsíţróttamađur Kiwanis. Afreksfólkiđ okkar er góđ fyrirmynd, en gaman vćri ađ fá fleiri til ađ skokka á Húsavík sér til heilsubótar. Viđ viljum greiđa götu byrjenda og bjóđa ţeim sem hlaupa međ Skokka upp á tilsögn í ţeim tilgangi ađ fjölga í hópnum til framtíđar. Viđ skorum á fólk sem hefur áhuga á hreyfingu ađ vera međ í hollri útivist ţar sem allir eru jafnir og glađir. Í Skokka hafa alltaf veriđ einhverjir fremstir međal jafningja, tilbúnir til ađ bera kefliđ fram um veg.  Megi svo áfram verđa!

fh. Skokka, Ţórir Ađalsteinsson

Ljósmynd - Ađsend 

Viđ Sigurbogann ađ loknu Parísarmaraţoni í apríl 2015.  Fv. Ţórir Ađalsteinsson, Ágúst Óskarsson, Guđmundur Árni Ólafsson, Jón Kristinn Haraldsson og Jón Friđrik Einarsson.


  • Herna

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744