Skipakomum fjölgar á nýAlmennt - - Lestrar 141
Gaumur, sjálfbærniverkefnið á Norðurlandi eystra, fylgist með komum skipa til Húsavíkurhafnar.
Fylgst er sérstaklega með kom-um farþegaskipa og flutninga-skipa.
Skipakomum fækkaði umtalsvert þegar heimsfaraldurinn COVID-19 skall á en það ár komu til að mynda engin farþegaskip til Húsavíkurhafnar og komur flutningaskipa voru álíka margar og í aðdraganda uppbyggingar Þeistareykjavirkjunar.
Á árinu 2022 eru komur farþegaskipa orðnar eins og best var fyrir heimsfaraldurinn og hafa aðeins einu sinni verið fleiri.
Komur flutningaskipa voru umfram það sem var á háönn byggingatíma og hafa aldrei verið fleiri en á árinu 2022.
Flutningaskipin voru alls 77 og farþegaskipin 36 eða rúmlega tvö skip á viku að meðaltali yfir árið.
Sjá nánar um skipakomur hér