Skemmdir mannvirkjum vi Hsavkurhfn kvld

flinu kvld uru skemmdir mannvirkjum vi Hsavkurhfn, t.a.m hafnarvog, saltskemmu auk ess sem a flddi inn Naustavararhsi. A sgn

Skemmdir mannvirkjum vi Hsavkurhfn kvld
Almennt - - Lestrar 5827

Bergur hafnarstjri skoar hr astur  kvld.
Bergur hafnarstjri skoar hr astur kvld.

Á flóðinu í kvöld urðu skemmdir á mannvirkjum við Húsavíkurhöfn, t.a.m á hafnarvog, saltskemmu auk þess sem það flæddi inn í Naustavararhúsið. Að sögn Stefáns Stefánssonar hafnarvarðar er ekki enn ljóst hvort um mikið tjón sé að ræða.

 

Björgunarsveitin var kölluð út til aðstoðar hafnarverði, lögreglu og eigendum báta og náðu menn m.a. að koma í veg fyrir að nýja flotbryggja skemmdist í soginu sem myndaðist innan hafnarinnar. Sogið var talsvert í höfninni eftir að miklar fyllur komu inn í hana.

Á þessum myndum má sjá hve mikill munur var á sjávarhæðinni á milli fylla í höfninni í kvöld. Þessar myndir eru teknar með stuttu millibili.

Bergur sveitar- og hafnarstjóri sýndi mikið snarræði þegar hann vippaði sér upp á hndriðið til að forða sér frá því að blotna er ein fyllan kom á land. Það voru ekki allir svona snöggir til og máttu bíta í það súra epli að verða blautir upp að hnjám

Ingi lét sitt ekki eftir liggja í kvöld frekar en endranær.

Aðstæður metnar við flotbryggjuna.

Addi lögga treystir landfestar.

Hér flæðir uppá stéttina.

Fleiri myndir er hægt að skoða á heimasíðu Björgunarsveitarinnar Garðars.

Á vef Tjörneshrepps sagði í kvöld að snarvitlaust vestan og norðvestan veður hafi verið á nesinu um átta leytið og í  Ytri-Tungu mældist vindhraði kl 19. 24 m. á sek. Á Mánárbakka voru þá vestan 23 m. á sek. og mesti vindhraði í hviðu 33 m á sek.

 

 

 


  • Herna

640.is | byrgarmaur Hafr Hreiarsson | vefstjori@640.is | Smi: 895-6744