Sitji guðs englar frumsýnt nk. laugardag

Næstkomandi laugardag mun Leikfélag Húsavíkur frumsýna leikritið Sitji guðs englar í Samkomuhúsinu.

Sitji guðs englar frumsýnt nk. laugardag
Almennt - - Lestrar 373

Sitji guðs englar verður frumsýnt um helgina.
Sitji guðs englar verður frumsýnt um helgina.

Komandi laugardag mun Leikfélag Húsavíkur frumsýna leikritið Sitji guðs englar í Samkomuhúsinu. 

Þetta er leikgerð Illuga Jökulssonar upp úr þrem bókum Guðrúnar Helgadóttur – Sitji guðs englar, Saman í hring og Sænginni yfir minni. Leikstjórar eru Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir.

640.is heyrði aðeins í þeim og forvitnaðist um leikritið og uppsetningu þess.

"Sitji guðs englar fjallar um fátæka og barnmarga fjölskyldu í íslensku sjávarþorpi á hernámsárunum og við sjáum lífið á þessum árum gegnum augu barnanna. Hinar og þessar uppákomur verða í lífi þessara barna, sumar fyndnar og skemmtilegar og aðrar mjög sorglegar. Svolítið eins og lífið er enn í dag".

"Þessir krakkar sem eru að stíga á svið í fyrsta skipti eru ótrúlegir og það er hreinlega eins og þau hafi aldrei gert annað en að leika. Æfingatímabilið hefur verið frekar stutt miðað við hvað þetta er flókin sýning og mannmörg en með svona hæfileikafólk á sviðinu er það lítið mál. Leikfélag Húsavíkur þarf ekki að kvíða framtíðinni með þetta fólk innanborðs ásamt öllum reynsluboltunum".

"Leikmyndin ein og sér er náttúrulega bara listaverk. Allt í einu er litla sviðið í Samkomuhúsinu orðið að heilu þorpi. Það er hann Sveinbjörn Magnússon sem á mestan heiðurinn að leikmyndinni. Við komum með óskir um hitt og þetta og hann hannaði svo og smíðaði með aðstoð smíðaflokksins síns. Miklir snillingar þar á ferð. Svo fengum við ómetanlega hjálp frá Norðursiglingu og Sigurði Narfa tökumanni til að taka upp þessar stuttu senur sem gerast úti á sjó og varpað er á vegginn".

"Annars hafa þetta bara verið dásamlega skemmtilegar vikur með frábæru fólki, bæði á sviðinu og utan sviðs. Það má alls ekki gleymast að Leikfélagið á frábært hæfileikafólk á öllum sviðum, ekki bara leikara og tónlistarfólk heldur líka leikmyndahönnuði, búninga- hár- og snyrtimeistara, leikmunasnillinga, kaffiuppáhellara, málara, ljósa- og hljóð hönnuði. Án þessa fólks væru leikarar ansi tómhentir, hálfberir í kolniðamyrkri og þögn. Og banhungraðir". 

"Við getum lofað góðri skemmtun í leikhúsinu. Þetta er falleg, fyndin, sorgleg og hugljúf sýning sem öll fjölskyldan getur notið saman". Sögðu þau Margrét og Oddur Bjarni að lokum og miðað við það sem ljósmyndari 640.is sá á æfingu nú í vikunni getur hann tekið heilshugar undir það.

 

Sitji guðs englar

Guðrún Kristín Jóhannsdóttir leikur ömmuna.

Sitji guðs englar

Sigurður Illugason leikur afann hér segir hann barnabörnunum sögur.

Sitji guðs englar

Hilmar Valur Gunnarsson leikur pabbann sem hér er nýkominn heim af sjónum.

Sitji guðs englar

Grétar Sigurðarson og Emilía Guðrún Brynjarsdóttir í hlutverkum sínum.

Sitji guðs englar

Sigurður Illugason og Kristný Ósk Geirsdóttir.

Sitji guðs englar

Kolbrún Ada Gunnarsdóttir leikur mömmuna.

Sitji guðs englar

Hilmar Valur og Ari Páll Pálsson.

Sitji guðs englar

Kristný Ósk Geirsdóttir og Friðrik Marinó Ragnarsson.

Sitji guðs englar

Svanhildur Sól Hjálmarsdóttir, Agnes Jóakimsdóttir og Guðlaug Dóra Traustadóttir.

Sitji guðs englar

Bergdís Björk Jóhannsdóttir og Hjálmar Ingimarsson.

Sitji guðs englar

Bergdís Björk, Emilía Guðrún og Heiðar Smári Þorvaldsson.

Sitji guðs englar

Sungið af hjartans list.

Sitji guðs englar

Fjölskyldan samankomin.

Sitji guðs englar

Leikstjóraparið Oddur Bjarni Þorkelsson og Margrét Sverrisdóttir.

Með því að smella á myndirnar er hægt að fletta þeim og skoða í stærri upplausn.

Fleiri myndir er hægt að skoða hér og hér


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744