Sirrý og barnabörnin styrkja björgunarsveitina

Sigríđur Björg Ţórđardóttir og barnabörn hennar fćrđu í dag Björgunarsveitinni Garđari 90.000 kr. ađ gjöf.

Sirrý og barnabörnin styrkja björgunarsveitina
Almennt - - Lestrar 293

Sirrý Ţórđar og barnabörnin viđ söluborđiđ.
Sirrý Ţórđar og barnabörnin viđ söluborđiđ.

Sigríđur Björg Ţórđardóttir og barnabörn hennar fćrđu í dag Björgunarsveitinni Garđari 90.000 kr. ađ gjöf.

Sigríđur, eđa Sirrý Ţórđar eins og hún er jafnan kölluđ, var međ söluborđ í andyrinu viđ Krambúđina og Lyfju í morgun.

Ţar bauđ hún til sölu litríka vettlinga af mörgu stćrđum en ţá hafđi hún prjónađ međ ađstođ barnabarnanna.

Salan hjá ţeim gekk vel og var Sirrý ánćgđ međ viđtökurna. Eins og fyrr segir fćrđu ţau björgunarsveitinni afraksturinn ađ gjöf, 90.000 kr.

Ljósmynd - Ađsend

Á Fésbókarsíđu Björgunarsveitarinnar Garđars segir:

Ţađ eru margir sem hugsa hlýlega til björgunarsveitanna. Í dag barst sveitinni vegleg peningagjöf ađ upphćđ 90.000 ţús. krónur. Sirrý Ţórđar hefur veriđ dugleg ađ prjóna síđastliđiđ ár og hefur gefiđ fjölskyldum og vinum mikiđ af vettlingum. „Ég var búin ađ metta ţann hóp‟, sagđi Sirrý ţegar viđ heimsóttum hana til ađ veita gjöfinni viđtöku.
 
Litríkir prjónavettlingar hrúguđust upp og ţví ákvađ hún ađ selja ţá og gefa sveitinni andvirđi sölunnar. En hún hefur alla tíđ haft áhuga á starfi björgunarsveitarinnar Garđars. Sirrý skorar á ađra ađ gera slíkt hiđ sama enda starf björgunarsveitanna mikilvćgur hluti af samfélaginu.
 
Viđ ţökkum Sirrý kćrlega fyrir veglega gjöf en á myndinni afhendir hún Ingibjörgu Benediktsdóttur, fulltrúa sveitarinnar í svćđisstjórn, gjöfina ásamt barnabörnum sínum. Bestu ţakkir fyrir okkur.

Ljósmynd Hafţór - 640.is

Sirrý ásamt barnabörnunum sem heita Andri Páll, Ţórdís Thelma, Hildur Tinna Sigtryggsbörn og Katrín Björg Guđmundsdóttir.

Međ ţví ađ smella á myndirnar er hćgt ađ skođa hana í hćrri upplausn.


  • Steinsteypir

640.is | Ábyrgđarmađur Hafţór Hreiđarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744