Sigurður Unnar sigraði SÍH Open um helgina

Skotíþróttamaðurinn ungi Sigurður Unnar Hauksson heldur áfram að gera það gott í íþrótt sinni og um helgina sigraði hann á móti í Hafnarfirði.

Sigurður Unnar sigraði SÍH Open um helgina
Íþróttir - - Lestrar 472

Siddi á verðlaunapalli. Lj. shi.is
Siddi á verðlaunapalli. Lj. shi.is

Skotíþróttamaðurinn ungi Sigurður Unnar Hauksson heldur áfram að gera það gott í íþrótt sinni og um helgina sigraði hann á móti í Hafnarfirði.

Siddi var yngsti keppandinn á SÍH Openmótinu sem Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar stóð fyrir en keppendur komu frá Íslandi, Grænlandi og Englandi.

Á heimasíðu SÍH segir að mótið hafi gengið vel þrátt fyrir strekkingsvind á laugardeginum. Keppendur voru flokkaðir í A og B flokka eftir árangri laugardagsins og keppti Siddi í A-flokki í úrslitunum.

Og sem fyrr segir sigraði hann en hér má nálgast öll úrslit mótsins.

Meðfylgjandi mynd er fengin af heimasíðu SÍH og hér má skoða fleiri myndir frá mótinu.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744