Sigurður Unnar sigraði á HúsavíkÍþróttir - - Lestrar 596
“Þetta var algjör snilld en skemmtilegast var þó að vinna Örn Valdimarsson þjálfarann minn sem er á heimslista yfir bestu skotmenn í þessari íþrótt” sagði Sigurður Unnar Hauksson skotíþróttamaður sem sigraði mót í leirdúfnaskotfimi sem haldið var á Húsavík um helgina.
Mótið er hluti af landsmótaröð STÍ (Skotsamband Íslands) og mættu átján skotmenn til leiks, þeirra á meðal voru flestir bestu skotmenn landsins. Það var mál manna að þetta sé sterkasta skotmót sem haldið hefur verið í sumar á landinu og allir að skjótað há stig. Til útskýringar þá snýst þetta um að hitta 125 af 125+ 25 í final og er gildandi íslansdmet 119+24.
Skotfélag Húsavíkur átti fjóra keppendur á mótinnu þá Ómar Örn Jónsson, Tryggva Berg Friðriksson, Kristinn Lúðvíksson og fyrrnefndan Sigurð Unnar Hauksson eða Sidda eins og hann er kallaður.
Siddi sem er aðeins 17.ára að aldri gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið á 115+22. Hann er enn í unglingaflokki og verður þar til hann verður 21. árs en skaut samt meistaraflokksskor og þar með setti hann margar reynda stórskyttuna aftur fyrir sig.
Þess ber einnig að geta að hæsta skor sumarsinns er 115 dúfur.
Í öðru sæti í mótinu var Húsvíkingurinn Ellert Aðalsteinsson frá Skotfélagi Reykjavíkur á 113+23 og félagi hans Stefán Gísli Örlygsson þriðji á 111+21.
Ómar Örn Jónsson félagi Sidda í Skotfélagi Húsavíkur og mótsstjóri sagði við 640.is að það verði segjast eins og er að árangur Sidda er frábær enda um sterkt mót að ræða og vildi hann koma á framfæri hamingjuóskum til Sidda fyrir hönd félagsins.
“Það er líka merkilegt við árangur Sidda að hann hefur aðeins æft Leirdúfnaskotfimi í tvö ár og er því á hraðferð að verða einn besti skotmaður landsins og Skotfélag Húsavíkur er einstaklega stolt af því að eiga svo efnilegan skotmann sem Siddi sannarlega er.” Sagði Ómar Örn og bætti við að keppendur hafi verið þokkalega heppnir með veður á meðan mótinu stóð. Þá gerðu gestakeppendur og aðrir gestir góðan róm af skotvellinum sem og gestrisni félaga í Skotfélags Húsavíkur og sögðust hlakka til að mæta hér til móts að ári.