15. sep
Sigurður Unnar keppir á HM á SpániÍþróttir - - Lestrar 380
Sigurður Unnar Hauksson skotíþróttamaður frá Húsavík er einn fjögurra Íslendinga sem taka þátt heimsmeistarakeppninni í skotfimi sem stendur yfir í Granada á Spáni þessa dagana.
Keppninni lýkur þann 20. september en Siddi, sem keppir í unglingaflokki í haglabyssugreininni skeet, mun keppa 17.- 19. september.
640.is óskar Sidda góðs gengis á HM.