Sigur og tap hjá stelpunum í Lengjubikarnum

Völsungsstelpurnar hófu leik í Lengjubikarnum á dögunum þegar þær mættu Tindastóli í Boganum.

Sigur og tap hjá stelpunum í Lengjubikarnum
Íþróttir - - Lestrar 365

Harpa hefur verið á skotskónum í Lengjubikarnum.
Harpa hefur verið á skotskónum í Lengjubikarnum.

Völsungsstelpurnar hófu leik í Lengjubikarnum á dögunum þegar þær mættu Tindastóli í Boganum. 

Stólarnir höfðu betur, skoruðu þrjú mörk en Völsungar eitt og það gerði Harpa Ásgeirsdóttir.

Í gær fóru stelpurnar austur á Reyðarfjörð þar sem þær mættu Sindra frá Hornafirði í Fjarðarbyggðarhöllinni.

Þær grænu fóru með sigur af hólmi með mörkum Hörpu og Kristínar Kjartansdóttur en Sindrastelpur náðu ekki að skora.

Þær Lovísa Björk Sigmarsdóttir (1998) og Hafdís Dröfn Einarsdóttir (1999) komu inn á af varamannabekknum og léku þar með sína sína fyrstu meistaradeildarleiki fyrir Völsung.

 


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744