Siddi í 21. sæti á EM í Slóveníu

Sigurður Unnar Hauksson skotíþróttamaður endaði í 21.sæti á Evrópumeistaramótinu í skotíþróttum sem fram fer í Slóveníu.

Siddi í 21. sæti á EM í Slóveníu
Íþróttir - - Lestrar 213

Sigurður Unnar Hauksson.
Sigurður Unnar Hauksson.

Sigurður Unnar Hauksson skotíþróttamaður endaði í 21.sæti á Evrópumeistaramótinu í skotíþróttumsem fram fer í Slóveníu.

Siddi skaut afburða vel og náði sínu besta skori, 119 stig af 125 mögulegum í Ólympísku Skeet-haglabyssugreininni. Hringirnir voru þannig 24 25 22 23 25 en 25 er fullt hús.

Á heimasíðu Skotíþróttasambands Íslands segir að hann sé að keppa sem fullorðins í fyrsta sinn á þessu ári en hann er 21 árs. Frábær árangur hjá honum og verður spennandi að sjá hvernig honum gengur á Heimsmeistaramótinu á Ítalíu í september n.k.


  • Herna

640.is | Ábyrgðarmaður Hafþór Hreiðarsson | vefstjori@640.is | Sími: 895-6744